fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Ólafur ræddi orðrómana um HK – „Ég get alveg sagt þér það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. október 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson var á dögunum sterklega orðaður við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá HK. Það fór þó svo að félagið ákvað að ráða ekki í stöðuna. Ólafur ræddi þetta í sjónvarpsþættinum 433.is.

Ólafur gegndi sömu stöðu hjá Breiðabliki í sumar og samkvæmt fréttum stefndi í að hann tæki hana að sér hjá HK.

„Það skiptir eiginlega engu máli hversu nálægt þú ert ef það er ekki búið að ganga frá neinu og það verður ekki af því,“ sagði Ólafur um málið og hélt áfram.

„En ég get alveg sagt þér það að við vorum búin að eiga mjög góð samtöl og vorum komin á fínan rekspöl, ég og forsvarsmenn HK. Það var búið að eiga sér mjög gott og langt samtal.“

video
play-sharp-fill

Sagan segir að ástæða þess að Ólafur hafi ekki verið ráðinn hafi verið fjárhagslegs eðlis.

„Ég þekki það ekki. Ég heyri bara það sama og þú, að þeim hafi ekki fundist tímabært að ráða í þessa stöðu á þessum tímapunkti. Það er bara gott ef þeim hefur fundist þetta of stór biti og sýna ábyrgð í rekstri.“

Ólafur tók þess í stað við spennandi verkefni í Laugardalnum þar sem hann verður þjálfari kvennaliðs Þróttar.

Viðtalið við hann í heild er í spilaranum og í hlaðvarpsformi hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel
Hide picture