fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Tilkynnir nú að hann sé hættur í fótbolta – Ekki spilað í vel á annað ár

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. október 2023 11:30

Danny Drinkwater / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Drinkwater hefur formlega tilkynnt um að knattspyrnuskórnir séu komnir á hilluna. Þetta sagði hann í nýjum hlaðvarpsþætti.

Hinn 33 ára gamli Drinkwater hefur verið án félags síðan samningur hans við Chelsea rann út vorið 2022. Hann gekk í raðir félagsins frá Leicester 2017 en náði sér aldrei á strik.

Miðjumaðurinn fyrrverandi var þar áður flottur fyrir Leicester og vann Englandsmeistaratitilinn eftirminnilega með liðinu 2016.

„Mig langar að tilkynna að ég er hættur í knattspyrnu. Þetta hefur verið lengi að gerast en mig langar að tilkynna það formlega núna,“ sagði Drinkwater.

„Ég hef lifað í óvissu of lengi. Mig hefur langað að spila en ekki fengið tækifæri til að spila á því stigi sem ég vil vera á. Ég fékk nokkur tilboð úr ensku B-deildinni en það kveikti ekki í mér.“

Auk Chelsea og Leicester hefur Drinkwater leikið fyrir lið á borð við Aston Villa, Burnley og Kasimpasa í Tyrklandi, en hann kom upp í gegnum unglingastarf Manchester United á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“