Thomas Muller verður samningslaus hjá Bayern Munchen næsta sumar ef fram sem horfir. Félagið ætlar í viðræður við hann á næstunni en ef hann semur ekki verður hann fáanlegur frítt.
Hinn 34 ára gamli Muller hefur verið á mála hjá Bayern síðan 2009 og er þar algjör goðsögn.
Samningur hans rennur hins vegar út í júní næstkomandi.
„Hann er mjög mikilvægur hluti af liðinu. Við munum ræða við hann á næstu vikum. En það fer líka eftir því hvað hann vill,“ segir Christoph Freund, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern um málið.
Muller hefur skorað eitt mark í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð en lagt upp fjögur.