Það hefur ekki gengið of vel hjá liði Chelsea á þessu tímabili sem tapaði 2-0 gegn Brentford á heimavelli í gær.
Chelsea átti 17 skot að marki gestanna en tókst ekki að skora og voru leikmenn liðsins ekki sannfærandi í vítateig andstæðinganna.
Reece James, fyrirliði Chelsea, kom inná sem varamaður í þessum leik en hann er að jafna sig eftir meiðsli.
Það vekur mikla athygli að James hefur ekki unnið úrvalsdeildarleik með sínu liði á öllu árinu.
Um er að ræða öflugan bakvörð og fékk hann bandið hjá félaginu í sumar en hann hefur leikið 11 deildarleiki á þessu ári – enginn af þeim hefur endað með sigri.
James hefur þá aðeins unnið einn knattspyrnuleik á árinu með Chelsea en það var sigur gegn Dortmund í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.