fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Búinn að bæta met Zidane eftir aðeins tíu leiki

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. október 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru mjög fáir ef einhverjir sem hafa byrjað tímabilið betur en miðjumaðurinn Jude Bellingham.

Bellingham gekk í raðir Real Madrid í sumar frá Dortmund og er strax einn allra mikilvægasti leikmaður félagsins.

Englendingurinn hefur skorað tíu mörk í La Liga á tímabilinu en hann setti tvennu gegn Barcelona í gær í 2-1 sigri.

Það þýðir að Bellingham er nú þegar búinn að toppa besta tímabil Zinedine Zidane sem náði aldrei yfir níu mörkum fyrir Real í deildinni.

Stórkostlegur árangur hjá þessum tvítuga dreng sem er svo sannarlega framtíð enska landsliðsins sem og framtíð Real Madrid.

Zidane var talinn einn besti ef ekki besti miðjumaður heims á sínum tíma en Bellingham er búinn að bæta markamet hans í aðeins tíu leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur