fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Segir stuðningsmönnum Manchester United að fela sig bakvið sófann – ,,Þeir valta yfir þá“

Victor Pálsson
Laugardaginn 28. október 2023 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie O’Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, er svo sannarlega ekki bjartsýnn fyrir stórleik helgarinnar sem er á sunnudag.

Manchester United tekur þá á móti grönnum sínum í Manchester City en leikið er í ensku úrvalsdeildinni.

O’Hara hefur enga trú á Man Utd í þessari viðureign og mælir í raun með að stuðningsmenn liðsins horfi sem minnst á viðureignina.

Englandsmeistararnir eru á mun betri stað í dag en spilamennska Man Utd á tímabilinu hefur ekki verið sannfærandi.

,,Ég sé ekki hvernig Manchester United nær í stig úr þessum leik og ég mæli með að stuðningsmenn horfi á leikinn bakvið sófann, sagði O’Hara.

,,Þeir hafa verið svo slakir undanfarið, tap gegn Crystal Palace, mörðu sigur gegn Brentford og Sheffield United. Ég sé þá ekki gera neitt í þessum leik.“

,,Ég held að Manchester City endi á að valta yfir þá á Old Trafford, þeir hafa lengi verið besta liðið í Manchester og það breytist ekki á sunnudaginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur