fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Er Chelsea að krækja í ungstirni Barcelona á 90 milljónir punda?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. október 2023 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona er í vanda eins og undanfarin ár, félagið vantar fjármuni en rekstur félagsins hefur verið erfiður og þungur síðustu ár.

Nú segja miðlar á Spáni að mögulega þurfi félagið að selja Gavi til að laga bókhaldið sitt.

Börsungar telja sig geta fengið 90 milljónir punda fyrir miðjumanninn og það er eitthvað sem Chelsea er til í skoðar.

Segir í frétt Sport að Chelsea sýni því áhuga á að kaupa Gavi sem er gríðarlegt efni.

Gavi er 19 ára gamall en hefur leikið 25 leiki fyrir Spán og spilar þar mjög stóra rullu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United