fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Vekja athygli á ótrúlegu hruni í virði Sancho

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. október 2023 08:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagar Jadon Sancho hjá Manchester United virðast taldir. Það er ljóst að félagið fær ekkert nálægt þeim 73 milljónum punda sem það borgaði fyrir hann 2021 þegar hann verður seldur.

Sancho stendur í stappi við stjórann Erik ten Hag og ekki er útlit fyrir að úr því verði leyst. Englendingurinn ungi neitar að biðja Hollendinginn afsökunar eftir að hafa svarað honum fullum hálsi á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að hann gagnrýndi Sancho fyrir frammistöðu sína á æfingum.

Það er því allt útlit fyrir að Sancho verði seldur í janúarglugganum en United mun tapa hressilega á viðskiptunum.

United keypti Sancho sem fyrr segir á 73 milljónir punda sumarið 2021 en hann kom frá Dortmund.

Í enskum fjölmiðlum í dag er vakin athygli á því að samkvæmt Transfermarkt er Sancho í dag metinn á 27 milljónir punda. Upp á sitt besta var kappinn metinn á 113 milljónir punda og því um 86 milljóna punda hrun að ræða á um þremur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Í gær

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar