fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Arteta tjáði sig um markvarðarstöðuna fyrir kvöldið

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. október 2023 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur tjáð sig um markvarðastöðuna í aðdraganda leiksins gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Liðin mætast í 3. umferð riðlakeppninnar en Arsenal þarf helst að fá eitthvað úr leiknum eftir tap gegn Lens í síðustu umferð.

David Raya gekk í raðir Arsenal frá Brentford í sumar og var ekki lengi að stela stöðu aðalmarkvarðar af Aaron Ramsdale sem hafði eignað sér stöðuna undanfarin tvö ár.

Eftir slæm mistök Raya sem leiddu til marks í leik gegn Chelsea um síðustu helgi hefur hins vegar orðið mikil umræða um hvort Ramsdale fái traustið gegn Sevilla.

„Mistök eiga sér stað í fótbolta,“ sagði Mikel Arteta um málið á blaðamannafundi í gær.

„Þetta er pressan við að spila hjá stórliði. Þú verður að vinna og vera upp á þitt besta, annars mun einhver ýta þér út.“

Leikurinn Sevilla og Arsenal fer fram á Spáni og hefst klukkan 19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“