fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Albert tókst á við óttann – „Ég bókstaflega pissaði á mig af hræðslu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. október 2023 11:30

Albert er að eiga frábært tímabil með Genoa, þó aðeins hafi hægst á markaskorun undanfarið. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu, var í viðtali við helgarblað Gazzetta dello Sport þar í landi og fór þar yfir víðan völl, meðal annars lofthræðslu sína.

Vísir vakti athygli á viðtalinu við Albert sem er ansi ítarlegt.

Albert hefur farið á kostum með Genoa undanfarna mánuði en í viðtalinu ræðir Albert meðal annars hvernig hann tókst á við lofthræðslu sína.

„Ég var lofthræddur þegar ég var krakki og er enn að glíma við það í dag. Einmitt þess vegna þá ákvað ég að fara í fallhlífarstökk fyrir tveimur árum,“ segir Albert.

„Ég bókstaflega pissaði á mig af hræðslu en ég stökk samt. Ég elska að elta uppi adrenalín. Ég þarfnast tilfinninga.“

Albert hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í deild og bikar með Genoa það sem af er leikíð.

„Til að ég geti skilað hundrað prósent af mér í leikjum þá þarf ég að fá að vera frjáls inn á vellinum. Það hef ég fengið hjá Genoa. Ég er líka með sama frjálsræði í klæðaburði mínum. Ef ég er hrifinn af fötum, þá fer í þau og hef engar áhyggjur af því hvað fólki finnst,“ segir Albert einnig í viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær