fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

England: Draumamark Dalot tryggði Manchester United þrjú stig

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. október 2023 20:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sheffield United 1 – 2 Manchester United
0-1 Scott McTominay(’28)
1-1 Ollie McBurnie(34, víti)
1-2 Diogo Dalot(’77)

Síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en Sheffield United fékk þá Manchester United í heimsókn.

Leikurinn var engin stórkostleg skemmtun en gestirnir frá Manchester komust yfir á 28. mínútu.

Scott McTominay átti þá skot að marki sem endaði í netinu en forystan entist ekki lengi og voru heimamenn búnir að jafna skömmu síðar.

Sheffield fékk vítaspyrnu stuttu eftir mark Man Utd og Ollie McBurnie skoraði þar örugglega framhjá Andre Onana.

Sigurmarkið var svo skorað á 77. mínútu er Diogo Dalot komst á blað en hann átti fallegt skot utan teigs sem endaði í netinu.

Man Utd er nú með 15 stig eftir níu leiki og er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona