Búið er að tilkynna það að Barcelona spili með merki hljómsveitarinnar Rolling Stones framan á treyjum sínum í stórleiknum gegn Real Madrid um næstu helgi, El Clasico.
Er þetta vegna samstarfs Börsunga við Spotify en veitan er aðalstyrktaraðili félagsins.
Bæði Barcelona og Real Madrid hafa farið vel af stað í La Liga á leiktíðinni og eru í fyrsta og þriðja sæti. Madrídarliðið hefur þó þremur stigum meira. Eftirvæntingin er því mikil.
Leikurinn fer fram laugardaginn 28. október og hefst klukkan 14:15 að íslenskum tíma.