Rúnar Kristinsson hefur náð munnlegu samkomulagi um að gerast þjálfari Fram. Þetta kemur fram í Þungavigtinni.
Undir lok nýaftaðins tímabils í Bestu deild karla ákvað KR að framlengja ekki samninginn við Rúnar sem er goðsögn innan félagsins.
Jón Sveinsson var þjálfari Fram framan af síðustu leiktíð en Ragnar Sigurðsson tók svo við til bráðabirgða. Miðað við þessar fréttir verður Rúnar næsti þjálfari liðsins.
Fram hafnaði í tíunda sæti Bestu deildarinnar í ár, 2 stigum frá fallsvæðinu. Liðið var á sínu öðru tímabil í efstu deild eftir að hafa komið upp úr Lengjudeildinni.
Rúnar hafði stýrt KR frá 2017 en var þar áður með liðið frá 2010-2014. Einnig hefur hann þjálfað Lokeren í Belgíu og Lilleström í Noregi.
Rúnar stýrði KR í stjötta sæti Bestu deildarinnar í ár en hann hefur þrisvar gert liðið að Íslandsmeisturum, síðast 2019.