fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Svara Hojlund fullum hálsi – „Hegðun hans var óásættanleg“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. október 2023 13:05

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rasmus Hojlund, framherji Manchester United, var ósáttur við leikmenn San Marínó í leik liðanna í gær er hann mætti þeim með danska landsliðinu í undankeppni EM 2024.

Liðin mættust í undankeppni EM 2024 í gær og lentu Danir óvænt í vandræðum með San Marínó sem er eitt slakasta landslið heims. Unnu þeir þó 1-2 sigur að lokum.

Hojlund vildi meina að leikmenn San Marínó hafi reynt að meiða sig viljandi en hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli.

„Þeir tóku mig fyrir í dag. Þið sjáið það þarna í lokin. Ég skil ítölsku og heyrði þá segja að þeir ætluðu að kremja mig,“ sagði Hojlund eftir leik, en kappinn spilaði á Ítalíu á síðustu leiktíð.

„Þið sjáið á myndunum að hann var bara með eitt í huga. Það er algjört grín að hann hafi aðeins fengið gult spjald.“

Alessandro Tosi, leikmaður San Marínó, segir þetta af og frá.

„Þetta er ekki satt. Við sögðum honum bara að hann væri ekki að koma vel fram. Það sem hann gerði var ekki nauðsynlegt. Hann er stór og sterkur framherji en þetta var ekki sanngjarnt,“ segir Tosi.

„Ég hef ekki misst alla virðingu fyrir honum en við bjuggumst við betri hegðun. Hegðun hans þegar hann fagnaði var til að mynda óásættanleg.

Hann spilar í ensku úrvalsdeildinni þar sem leikmenn eru mun betri og sterkari en við. Hann ætti að vera vanur svona átökum,“ segir Tosi enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool

Roy Keane sakar Carragher um taka pressuna af Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum hjá Bellingham?

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum hjá Bellingham?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skjöl úr dánarbúinu opinberuð – Sonur hans fær hátt í 700 milljónir

Skjöl úr dánarbúinu opinberuð – Sonur hans fær hátt í 700 milljónir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“