fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Skilur ekkert í stuðningsmönnum gærdagsins: Bauluðu mikið á einn leikmann – ,,Ég skil ekkert í þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. október 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var ósáttur með marga stuðningsmenn landsliðsins í gær.

Margir Englendingar ákváðu að baula á miðjumanninn Jordan Henderson er hann gekk af velli í 1-0 sigri á Austurríki.

Henderson hefur verið gagnrýndur fyrir ákvörðun sína í sumar en hann samdi þá við Al-Ettifaq í Sádi Arabíu eftir langa dvöl hjá Liverpool.

Henderson er þar klárlega að elta peningana en hann er talinn fá 700 þúsund pund á viku í Sádi.

,,Ég skil ekkert í þessu, þetta er leikmaður sem er með held ég 79 landsleiki fyrir England,“ sagði Southgate.

,,Hann hefur verið svo trúr landsliðinu, það er magnað. Hann hefur verið mikilvægur innan sem utan vallar.“

,,Sumir ákváðu að baula á hann en ég skil bara ekki af hverju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita
433Sport
Í gær

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool

Gagnrýnir Slot og segir hann hafa uppljóstrað því í gær hvernig á að vinna Liverpool