Marco Nasti, leikmaður U21 landsliðs Ítalíu, hefur verið rekinn heim fyrir að nefbrjóta liðsfélaga sinn í landsliðinu.
Nasti lenti í rifrildum við vængmanninn Matteo Ruggeri á æfingu liðsins og stuttu síðar missti hann alveg stjórn á eigin skapi.
Nasti hefur viðurkennt gjörnaðinn og sættir sig við refsinguna en hann var rekinn heim og tekur ekki frekari þátt í verkefnum U21 landsliðsins á næstunni.
Hann ákvað að biðjast afsökunar á Instagram en er nú þegar búinn að ræða við Ruggeri og sér eftir hegðun sinni.
,,Ég er nú þegar búinn að biðjast afsökunar en ég vil líka gera það opinberlega,“ sagði Nasti.
,,Ég virði þessa íþrótt sem og bláu treyjuna. Mér þykir fyrir því sem átti sér stað og ég verð að horfa á þetta sem tækifæri til að þroskast.“