fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Hraunar yfir enska sambandið sem neitar að styðja við Ísrael

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. október 2023 09:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Holt ritstjóri íþrótta hjá Daily Mail segir það skammarlegt fyrir enska sambandið að styðja ekki við Ísrael og þá sem hafa látið lífið þar í landi síðustu daga.

Hann segir að enska sambandið hafi ekki hikað við að breyta litnum á boganum í kringum völlinn í gegnum árin en nú þori þeir því ekki af ótta við að móðga fólk. Hamas samtökin réðust inn í Ísrael á laugardag og í kjölfarið hófst stríð þar á milli.

„Lýsingin á Wembley-boganum í litum syrgjandi þjóða hefur nýlega verið notuð af knattspyrnusambandinu sem stuðningur við og samstaða með fórnarlömbum árása í Frakklandi, Belgíu, Tyrklandi og Úkraínu,“ segir í grein Oliver Holt..

„Ætlunin með því hefur alltaf verið vel meint, að veita þeim sem þjáðust örlitla hjálp og huggun, þó svo að í auknum mæli virðist sem það hafi til að láta okkur líða vel með okkur sjálf.“

„Það er því rangt og miður að eftir fjöldamorð Hamas-hryðjuverkamanna á meira en eitt þúsund ísraelskum körlum, konum, börnum og ungbörnum í rúmum sínum á laugardag að þá neitar enska að lýsa upp boga Wembley í bláu og hvítu fyrir leik England gegn Ástralíu í kvöld.“

„Af hverju getur enska sambandið ekki sýnt smá hugrekki? Neitun þeirra við að kveikja á Wembley-boganum fyrir Ísrael er skammarleg. Ótti við að móðga einhvern er merki um uppgjöf þegar erfiðleikar eru í gangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er