fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Hareide vonsvikinn með úrslitin – Treysta á Gylfa Þór í mars

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. október 2023 21:07

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari var að vonum vonsvikinn með jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Ísland leiddi 1-0 eftir frábæran fyrri hálfleik en sá seinni var langt frá því að vera nógu góður og urðu lokatölur 1-1.

„Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. En þetta var líkt leiknum gegn Slóvakíu. Við fengum mikið af færum og nýttum þau ekki. Við þurfum að halda áfram að leggja hart að okkur. Fyrri hálfleikur var mjög góður og það komu upp margir góðir sénsar,“ sagði Hareide við Stöð 2 Sport eftir leik.

Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í sínum fyrsta landsleik síðan í nóvember 2020. Hareie er ánægður með kappann og segir að liðið stóli á hann í mars þegar Ísland fer væntanlega í umspil Þjóðadeildarinnar.

„Ég er ánægður með áhrifin sem hann hefur haft. Hann hefur ekki spilað mikið en hefur allt sem þarf til að vera mikilvægur í mars. Þess vegna er hann hér, við þurfum að koma honum inn í það sem við erum að gera. Vonandi heldur hann áfram að spila með Lyngby og verður þá klár.“

Ísland mætir Liechtenstein í næsta leik og má búast við breytingum á liðinu að sögn Hareide.

„Það verða nokkrar breytingar. Við þurfum að hugsa um leikmennina þegar það er svo stutt á milli leikja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt