fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Maguire hótar að fara en bendir á tölfræðina – „Sigurprósenta mín er rosalega góð“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. október 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire varnarmaður Manchester United segir frá því að hann ætli að fara frá félaginu í janúar ef hlutverk hans verður ekki stærra.

Maguire byrjaði síðasta deildarleik United vegna meiðsla í vörninni en iðulega situr hann á tréverkinu hjá Erik ten Hag.

Maguire var orðaður við West Ham í sumar en félagaskiptin gengu ekki í gegn.

„Ég mun ekki sitja allt mitt líf þarna og spila einu sinni í mánuði. Ef þetta heldur svona áfram þá mun ég setjast niður með félaginu og ræða málin,“ segir Maguire.

„Það er ekki mín ákvörðun hvort ég byrji næsta leik fyrir United eða ekki. Ég veit það ekki.“

„Ég hef trú á sjálfum mér en þetta hefur verið erfitt, ég vil spila leiki og vera mikilvægur fyrir leiki. Undanfarið hef ég ekki spilað nóg, það er staðreynd.“

Maguire segir að staðreyndin sé sú að þegar hann byrji leiki undir stjórn Ten Hag þá gangi United vel.

„Ég verð bara að taka þau tækifæri sem ég fæ. Tölfræði mín með þessum stjóra talar fyrir sig sjálf, sigurprósenta mín er rosalega góð. Ef þú skoðar síðustu 15-20 leiki með félagsliði og landsliði þá er ég sáttur með frammistöðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skammast sín eftir helgina

Skammast sín eftir helgina
433Sport
Í gær

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar
433Sport
Í gær

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin