fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Andri Lucas ræðir komandi leiki – „Ég verð eiginlega að segja það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. október 2023 19:30

Andri Lucas Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Strákarnir eru ferskir og allir eru mjög spenntir að spila á föstudag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen landsliðsmaður við 433.is í dag. Ísland mætir á föstudag Lúxemborg í undankeppni EM 2024.

Íslenska liðið tapaði illa 3-1 gegn Lúxemborg í fyrri leiknum ytra og ætlar sér betri hluti.

„Við ætlum okkur að vera betri á föstudag og mæta almennilega til leiks.“

Andri var með U21 árs landsliðinu í síðasta landsleikjaglugga en er nú mættur í A-landsleiðið á ný.

„Það er gaman að hitta strákana aftur og geta verið partur af þessu,“ sagði Andri um það.

video
play-sharp-fill

Ísland mætir svo Liechtenstein á mánudag og var Andri spurður út í það hvort leikirnir sem framundan eru séu skyldusigrar.

„Ég verð eiginlega að segja það. Það gekk ekki vel á móti Lúxemborg síðast en við ætlum algjörlega að gera betur núna. Við áttum frábæran sigur úti á móti Liechtenstein og við ætlum að taka þrjú stig aftur af þeim á mánudag.“

Andri hefur verið að raða inn mörkum með Lyngby og vonast til að taka gengið með inn í landsliðsboltann.

„Það gengur vel. Maður er með sjálfstraust og þá nýtur maður þess að spila fótbolta.“

Ítarlegra viðtal við Andra er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi

Sádarnir á fullu að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Coutinho losnaði loksins frá Villa

Coutinho losnaði loksins frá Villa
433Sport
Í gær

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Í gær

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“
Hide picture