Það eru margir sem muna eftir miðjumanninum Morgan Schneiderlin sem lék lengi vel á Englandi.
Schneiderlin spilaði til að mynda fyrir Manchester United um tíma sem og Southampton og Everton.
Þessi 33 ára gamli leikmaður samdi við Konyaspor í Tyrklandi fyrr á árinu en var hjá félaginu í aðeins tíu daga.
Ástæðan er óljós en Schneiderlin vill meina að vegna fjölskyldunnar þá þurfti hann að kveðja áður en tímabilið hófst.
Nú er Schneiderlin búinn að finna sér nýtt félag en hann hefur gert samning við Kifisia í grísku úrvalsdeildinni.
Vonandi fyrir Schneiderlin og hans fjölskyldu líður þeim betur í Grikklandi en samningurinn er til eins árs.