Ljóst er að ÍBV mun spila í Lengjudeildinni að ári eftir að lokaumferð Bestu deildarinnar fór fram í dag.
ÍBV mætti nú þegar fjöllnu liði Keflavíkur í Eyjum og þurfti að sætta sig við jafntefli og þar með fall.
Fylkir kláraði sitt verkefni á sama tíma gegn Fram en þeir appelsínugulu unnu sannfærandi 5-1 heimasigur.
Íslandsmeistarar Víkings voru í banastuði gegn Val þar sem Erlingur Agnarsson skoraði þrennu í öðrum 5-1 sigri.
Kjartan Henry Finnbogason sýndi fyrrum félögum sínum í KR enga miskunn og gerði tvennu í 3-1 sigri FH í Kaplakrika.
Víkingur R. 5 – 1 Valur
0-1 Aron Jóhannsson (‘8 )
1-1 Erlingur Agnarsson (’34 )
2-1 Erlingur Agnarsson (’48 )
3-1 Aron Elís Þrándarson (’52 )
4-1 Aron Elís Þrándarson (’55 )
5-1 Erlingur Agnarsson (’80)
FH 3 – 1 KR
1-0 Kjartan Henry Finnbogason (’29 )
1-1 Ægir Jarl Jónasson (’50 )
2-1 Kjartan Henry Finnbogason (’55 , víti)
3-1 Dani Hatakka (’86)
ÍBV 1 – 1 Keflavík
0-1 Muhamed Alghoul (’51 )
1-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson (’69 , víti)
Fylkir 5 – 1 Fram
1-0 Arnór Breki Ásþórsson (’26 )
2-0 Pétur Bjarnason (’37 )
2-1 Aron Snær Ingason (’39 )
3-1 Nikulás Val Gunnarsson (’45 )
4-1 Pétur Bjarnason (’54 )
5-1 Benedikt Daríus Garðarsson (’90)
KA 1 – 0 HK
1-0 Harley Willard (’35 )