fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Verða 1063 dagar frá síðasta landsleik Gylfa geti hann spilað fyrri leikinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. október 2023 17:00

Úr síðasta landsleik Gylfa. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn en hann samdi við Lyngby á dögunum, hann hefur spilað einn leik en missti af leik liðsins á mánudag vegna smávægilegra meiðsla.

Gylfi gæti spilað á föstudag í næstu þegar Lúxemborg mætir í heimsókn en afar hæpið er að hann byrji þann leik.

Gylfi spilaði síðast landsleik í nóvember árið 2020 en hann gat svo ekki tekið þátt í verkefnum í byrjun ársins 2021. Hann var síðan frá leiknum í rúm tvö ár vegna ásakanna í Bretlandi, var rannsókn á máli hans felld niður.

Leikurinn sem Gylfi spilað síðast var á Parken í Danmörku þar sem íslenska landsliðið lék undir stjórn Erik Hamren sem hætti skömmu síðar.

Spili Gylfi gegn Lúxemborg verða 1063 dagar á milli landsleikja hjá Gylfa. „Það verður mikilvægt fyrir okkur að hafa hann í kringum liðið. Mig langar að hafa hann með í okkar áætlunum, hvernig við viljum spila og standa okkur. Hann er mikill fótboltaheili og gæti haft mikil áhrif á aðra leikmenn, jafnvel þó hann byrji ekki leikina. Það mun lyfta öllum upp,“ sagði Age Hareide, þjálfari Íslands.

„Hann er góð manneskja og mér líkar mjög vel við hann. Hann er vel metinn á meðal íslenskra leikmanna og það er út af persónuleika hans.“

Gylfi var sem fyrr segir frá vellinum í langan tíma og þótti Hareide það leitt.

„Hann á skilið að vera kominn aftur og vera hluti af íslenska landsliðinu því hann vill það svo mikið sjálfur. Saga hans brýtur næstum í manni hjartað því ást hans á fótbolta og þjóð sinni er svo mikil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Emil Pálsson ráðinn til Blika

Emil Pálsson ráðinn til Blika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu

Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri
433Sport
Í gær

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja

Skuldahali Barcelona opinberaður – Skulda fyrir leikmenn sem þeir eru búnir að selja