fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Burnley vann mikilvægan sigur á Luton í nýliðaslag

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. október 2023 20:28

Leikmenn Burnley fagna. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá tók Luton á móti Burnley í nýliðaslag en um var að ræða frestaðan leik frá því í 2. umferð.

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með Burnley í kvöld en hann er á meiðslalistanum.

Það stefndi í að fyrri hálfleikur yrði markalaus þegar Lyle Foster kom gestunum yfir í uppbótartíma hans. Staðan í hálfleik 0-1.

Þannig var staðan allt fram á 84. mínútu en þá jafnaði Elijah Adebayo fyrir Luton.

Forystan dugði hins vegar aðeins í um mínútu því Jacob Bruun Larsen skoraði sigurmarkið hinum megin. Lokatölur 1-2. Fyrsti sigur Burnley á tímabilinu staðreynd.

Bæði lið eru með 4 stig eftir sjö leiki. Luton er sæti ofar, í sautjánda sæti, á markatölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag