fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Útskýrir ákvörðun sína sem kom mörgum á óvart í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 2. október 2023 13:00

Granit Xhaka. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Granit Xhaka hefur útskýrt þá ákvörðun sína að fara frá Arsenal til Bayer Leverkusen í sumar.

Eftir sjö misgóð ár fór Svisslendingurinn frá Arsenal í sumar. Hann var á barmi þess að fara frá félaginu eftir ósætti við stuðningsmenn á tímabilinu 2019-2020 en sneri öllu við og fór sem hetja eftir að hafa komið liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu.

„Mér fannst tíma mínum hjá Arsenal lokið eftir sjö ár í London. Ég kom hingað sem reynslumikill leikmaður og manneskja,“ segir Xhaka.

Xhaka segist hafa tekið ákvörðunina sem fótboltamaður og að ekkert annað hafi spilað inn í.

„Það hefur verið sagt að ég hafi komið aftur til Þýskalands að ósk eiginkonu minnar en það er ekki satt. Eins og ég var hún mjög glöð í London.

Ég tók ákvörðunina aðeins út frá fótboltalegum sjónarmiðum. Ég fór til toppfélags í Þýskalandi sem er með áætlun og vill ná árangri.“

Leverkusen er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir frábæra byrjun. Xhaka er afar sáttur hjá félaginu.

„Það er hægt að vinna í friði hjá Bayer Leverkusen og það er engin óreiða. Pressan er öðrivísi hjá Arsenal en það er mikill metnaður hér líka því við vitum hvað býr í þessu liði,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning