Daley Blind, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur komið markmanninum Andre Onana til varnar.
Onana hefur fengið þónokkra gagnrýndi á þessu tímabili en hann kom til Man Utd frá Inter Milan í sumar.
Kamerúninn fékk það verkefni að leysa David de Gea af hólmi sem var látinn fara frá félaginu í sumar eftir langa dvöl.
Onana hefur verið nokkuð óöruggur í markinu hingað til en Blind hefur fulla trú á sínum manni – þeir léku áður saman hjá Ajax í Hollandi.
,,Hann er einn besti markmaður heims. Hann er með allt sem til þarf og getur orðið sá besti,“ sagði Blind.
,,Hann er sigurvegari, hann er alltaf tilbúinn að æfa meira og bæta sig. Samband okkar var mjög gott.“