Sara Björk Gunnarsdóttir átti ekki sinn besta leik fyrir Juventus í dag sem mætti Sampdoria á Ítalíu.
Sara hefur lengi verið einn besti ef ekki besti leikmaður Íslands en hann leikur með stórliði Juventus.
Sara fékk tækifærið í byrjunarliðinu í dag en hún var send í sturtu þegar 69 mínútur voru komnar á klukkuna.
Það kom ekki að sök að lokum en staðan var 3-1 fyrir Juventus er rauða spjaldinu var lyft.
Lineth Beerensteyn bætti svo við fjórða marki Juventus sem er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.