KR vann hreint út sagt ótrúlegan sigur í Bestu deild karla í dag er liðið mætti Breiðabliki á Meistaravöllum.
Um var að ræða síðasta heimaleik Rúnars Kristinssonar en hann er að láta af störfum sem þjálfari KR.
Allt stefndi í sigur Breiðabliks í leiknum og var liðið með 3-2 forystu er uppbótartíminn fór í gang.
KR átti þá eftir að skora tvö mörk til að tryggja magnaða endurkomu en sigurmarkið var sjálfsmark Antons Ara Einarssonar í markinu.
Fylkir bauð einnig upp á flotta endurkomui í Keflavík en liðið vann mikilvægan 3-1 útisigur eftir að hafa lent undir.
KR 4 – 3 Breiðablik
0-1 Jason Daði Svanþórsson(’10)
0-2 Klæmint Olsen(’24)
1-2 Benoný Breki Andrésson(’33)
1-3 Kristinn Steindórsson(’45)
2-3 Sigurður Bjartur Hallsson(’52)
3-3 Kennie Knak Chopart(’92)
4-3 Anton Ari Einarsson(’93, sjálfsmark)
Keflavík 1 – 3 Fylkir
1-0 Edon Osmani(’45)
1-1 Ásgeir Eyþórsson(’51)
1-2 Orri Sveinn Stefánsson(’64)
1-3 Benedikt Daríus Garðarsson(’70, víti)