ÍBV á enn von um að halda sæti sínu í Bestu deild karla eftir leik við HK sem fór fram í kvöld.
Um var að ræða gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur en ÍBV er með 24 stig í fallsæti fyrir lokaumferðina.
Fylkir er sæti ofar með 26 stig og þá eru Fram og HK bæði með 27 þegar einn leikur er eftir.
Fram kláraði sitt verkefni á heimavelli en Þengill Orrason skoraði eina markið í sigri á KA.
Stórleikur kvöldsins fór þá fram á Hlíðarenda þar sem Valur burstaði FH, 4-1.
FH á ekki lengur möguleika á Evrópusæti en ein umferð er eftir og er liðið þremur stigum á eftir Stjörnunni. Liðið þyrfti að vinna lokaleikinn um með yfir 20 mörkum.
Fram 1 – 0 KA
1-0 Þengill Orrason (’55)
HK 0 – 1 ÍBV
0-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson (’30, víti)
Valur 4 – 1 FH
1-0 Haukur Páll Sigurðsson (‘6)
1-1 Davíð Snær Jóhannsson (’27)
2-1 Adam Ægir Pálsson (’62)
3-1 Aron Jóhannsson (’66)
4-1 Patrick Pedersen (’76)