fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
433Sport

Rakst á Heimi Hallgríms í Sviss og gaf sig á tal – Orð Heimis voru honum gríðarleg vonbrigði

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson mætti í viðtal í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á dögunum.

Þar var meðal annars farið yfir feril kappans með íslenska landsliðinu. Þessi 31 árs gamli leikmaður festi sig fremur seint í sessi þar og fór ekki með liðinu á lokamót Evrópumótsins 2016 eða Heimsmeistaramótsins 2018.

Það var skömmu fyrir HM í Rússlandi 2018 þegar Guðlaugur Victor sá landsliðsþjálfarann á þeim tíma, Heimi Hallgrímsson, að fylgjast með æfingu hjá sér. Á þessum tíma var hann leikmaður Zurich í Sviss.

„Við vorum á æfingu og ég sé Heimi á æfingu hjá okkur, rétt áður en hann á að velja HM hópinn. Maður fær svona fiðrildi í magann og sér að hann er þarna,“ sagði Guðlaugur Victor.

Svo kom hins vegar í ljós að Heimir var aðeins á fundi í höfuðstöðvum FIFA, sem eru í Zurich.

„Svo fer ég að tala við hann en þá var hann bara á fundi hjá FIFA. Hann ætlaði bara að tékka aðeins á æfingu, ekkert til að tala við mig.

Þá varð ég alveg vel svekktur.“

Guðlaugur Victor skilur það að hann hafi ekki verið valinn á þessum tíma.

„Hann var bara með sinn hóp og það gekk allt upp. Af hverju átti hann að vera að breyta?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Chelsea og Fulham – Mudryk og Enzo byrja

Byrjunarlið Chelsea og Fulham – Mudryk og Enzo byrja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Xavi: ,,Hann bað um að fá að fara“

Xavi: ,,Hann bað um að fá að fara“
433Sport
Í gær

Þorsteinn valdi hópinn fyrir Pinatar Cup – Einn nýliði

Þorsteinn valdi hópinn fyrir Pinatar Cup – Einn nýliði
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Manchester United fá að sjá Sabitzer spila á morgun

Stuðningsmenn Manchester United fá að sjá Sabitzer spila á morgun
433Sport
Í gær

Versta mögulega niðurstaðan fyrir Manchester United – „Hver ætlar að segja að þetta elti hann ekki þangað?“

Versta mögulega niðurstaðan fyrir Manchester United – „Hver ætlar að segja að þetta elti hann ekki þangað?“
433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir nýjan langtímasamning Martinelli við félagið

Arsenal staðfestir nýjan langtímasamning Martinelli við félagið