Það er möguleiki á að stórlið Arsenal verði án sex leikmanna í leik gegn Bournemouth sem fer fram í dag.
Mikel Arteta, stjóri liðsins, hefur staðfest þetta en nokkrir leikmenn eru mjög tæpir fyrir viðureignina.
Um er að ræða nokkra lykilmenn en leikmennirnir sex eru þeir Declan Rice, Gabriel Martinelli, Leandro Trossard, William Saliba, Bukayo Saka og Fabio Vera
Rice, Martinelli, Saliba og Saka eru allir byrjunarliðsmenn á Emirates en gætu fengið frí í þessum leik vegna meiðsla.
Flautað er til leiks klukkan 14:00 í dag og verður fróðlegt að sjá hvernig Arteta stillir upp sínu byrjunarliði.