Dómarasambandið á Englandi, PGMOL, hefur viðurkennt að mistök hafi átt sér stað í stórleik kvöldsins.
Leikurinn umtalaði var á milli Tottenham og Liverpool en honum lauk með 2-1 sigri þess fyrrnefnda.
Liverpool komst yfir í leiknum er Luis Diaz skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Margir voru steinhissa yfir þeirri ákvörðun en Diaz virkaði vel réttstæður og gerðu dómararnir mistök.
,,PGMOL mun hafa samband við Liverpool um leið og leik lýkur til að viðurkenna mistökin,“ kemur fram í tilkynningunni.
Þetta má sjá hér.
Official PGMOL statement. Corruption. pic.twitter.com/H6iTmwZJzl
— The Anfield Talk (@TheAnfieldTalk) September 30, 2023