Frank Lebeouf, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur áhyggjur af stöðu mála hjá félaginu og þá miklar áhyggjur.
Lebeouf segir að toppleikmenn í dag vilji ekki semja við Chelsea sem er ekki Meistaradeildarfélag í dag.
Todd Boehly, eigandi Chelsea, hefur keypt leikmenn fyrir um einn milljarð punda en útlitið er ekki gott þessa stundina eftir erfiða byrjun í vetur.
Lebeouf hefur sjálfur ekkert á móti Boehly en segir að mikið þurfi að breytast svo Chelsea verði aftur topplið í Evrópu.
,,Við þurfum að horfa á staðreyndirnar, Chelsea er orðið að miðlungsklúbb. Að fá inn leikmenn verður erfitt, leikmenn eins og Kylian Mbappe hafa engan áhuga,“ sagði Lebeouf.
,,Stóru nöfnin vilja spila í Meistaradeildinni, Manchester United og Arsenal gengu í gegnum svona tímabil í mörg ár.“
,,Toppleikmennirnir hafa engan áhuga á að koma til Chelsea því félagið er á niðurleið. Ég hef ekkert á móti Todd Boehly en þetta þarf að breytast eða þá munu þeir drepa félagið.“