fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Rúnar Kristins fær ekki nýjan samning hjá KR og lætur af störfum

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. september 2023 17:38

Rúnar Kristinsson. ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson er að hætta sem þjálfari KR í Bestu deild karla en frá þessu er greint í kvöld.

KR gaf út tilkynningu á Facebook síðu sína og staðfestir að Rúnar sé að stíga til hliðar eftir sex ára sem aðalþjálfari.

Samningur Rúnars rennur út í lok tímabils og hefur KR ákveðið að framlengja þann samning ekki.

Tekið er þó fram að Rúnar muni stýra KR í tveimur síðustu leikjum liðsins á þessu tímabili.

Tilkynning:
Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks KR mun láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks KR að loknu tímabili. Samningur Rúnars rennur út um mánaðarmót og var það ákvörðun knattspyrnudeildar að framlengja ekki samninginn við hann. Rúnar mun stýra KR liðinu í þeim tveimur leikjum sem eftir eru af tímabilinu.

Rúnar tók við meistaraflokki haustið 2017 en hann hafði áður stýrt liðinu árin 2010-2014. Á þessum tíma hefur Rúnar unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Rúnar hefur unnið ómetanlegt starf fyrir félagið, innan vallar sem utan, og vandfundnir eru vandaðri menn.

Knattspyrnudeild KR vill fyrir hönd allra KR-inga þakka Rúnari kærlega fyrir framlag hans til félagsins og óskar honum velfarnaðar í leik og starfi.

f.h. stjórnar Knattspyrnudeildar KR

Páll Kristjánsson, formaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“