Það kom nokkuð á óvart þegar vængmaðurinn Noni Madueke var ekki valinn í leikmannahóp Chelsea í vikunni.
Madueke fékk ekki kallið er Chelsea spilaði við Brighton í enska deildabikarnum og vann 1-0 heimasigur.
Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, gaf undarlegt svar er hann var spurður út í fjarveru Madueke.
,,Þetta snýst bara um hvern þú velur, þetta er þitt val,“ sagði Pochettino um Madueke.
Ljóst er að framtíð Madueke hjá Chelsea gæti verið í hættu en hann hefur ekki staðist væntingar eftir komu í fyrra frá PSV Eindhoven.