Það eru svo sannarlega ekki allir sem hafa heyrt nafnið Pere Guardiola en hann er bróðir Pep Guardiola.
Pere er stjórnarformaður Girona á Spáni en liðið hefur byrjað tímabilið stórkostlega og er á toppnum.
Pep er einn besti þjálfari heims ef ekki sá besti en hann er hjá Manchester City á Englandi og hefur unnið ófáa titla.
Pere er að gera virkilega góða hluti á bakvið tjöldin hjá Girona en hann tók að sér starfið árið 2020.
Hann er fimm árum yngri en bróðir sinn Pep en átti ekki eins glæstan fótboltaferil.
Pere fjárfesti í Girona árið 2017 og hjálpaði liðinu að komast upp um deild áður en hann tók að sér starf sem stjórnarformaður.