Þýskaland 4 – 0 Ísland
1-0 Klara Buhl(’19)
2-0 Giulia Gwinn(’35, víti)
3-0 Lea Schüller(’68)
4-0 Klara Buhl(’78)
Íslenska kvennalandsliðið fékk skell í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Þýskalandi.
Um var að ræða annan leik liðsins í riðlakeppninni en Ísland vann sigur á Wales í fyrsta leik, 1-0.
Þýskaland var of stór biti fyrir stelpurnar okkar í kvöld og höfðu betur sannfærandi 4-0.
Klara Buhl skoraði tvö mörk fyrir þær þýsku sem voru miklu betri aðilinn og áttu sigurinn skilið.
Ísland er með þrjú stig eftir tvo leiki en á eftir að spila við Danmörku sem mætir Wales einmitt í kvöld.