Það eru allar líkur á því að Kylian Mbappe muni spila í spænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Þetta segir forseti deildarinnar, Javier Tebas, sem hefur áður tjáð sig um framtíð Mbappe sem leikur með Paris Saint-Germain.
Tebas segir að Florentino Perez, forseti Real, muni aldrei játa sig sigraðan í kapphlaupinu um að næla í frönsku stórstjörnuna.
Mbappe gæti farið frítt frá PSG næsta sumar en draumur hans hefur alltaf verið að spila fyrir Real Madrid.
,,Er ég alveg sannfærður? Nei en hans framstíð er hérna, ég er klár á því. Ég tel að það séu 70-80 prósent líkur á að hann spili í La Liga á næstu leiktíð,“ sagði Tebas.
,,Florentino er ekki maður sem tapar, hann tapar aldrei.“