fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Glódís eftir stórt tap í Þýskalandi: ,,Eftir fyrsta markið er þetta one way street“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. september 2023 18:47

Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir skoraði í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið fékk skell í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Þýskalandi.

Um var að ræða annan leik liðsins í riðlakeppninni en Ísland vann sigur á Wales í fyrsta leik, 1-0.

Þýskaland var of stór biti fyrir stelpurnar okkar í kvöld og höfðu betur sannfærandi 4-0.

Klara Buhl skoraði tvö mörk fyrir þær þýsku sem voru miklu betri aðilinn og áttu sigurinn skilið.

Ísland er með þrjú stig eftir tvo leiki en á eftir að spila við Danmörku sem mætir Wales einmitt í kvöld.

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, ræddi við Rúv eftir leikinn í kvöld og var skiljanlega súr.

,,Já þetta var mjög erfiður leikur í dag, mér fannst við byrja leikinn ágætlega en eftir að þær skora fyrsta markið er þetta one way street og við erum í nauðvörn og náum ekkert að halda í boltann. Við töpuðum gegn betra liði, því miður,“ sagði Glódís.

,,Það mætti segja að frammistaðan gegn Wales hafi verið betri því við vinnum þann leik en að sama skapi er Þýskaland mun betra lið. Það er mikið sem við getum lært af þessum leik.“

Viðtalið við Glódísi má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar