fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Glódís eftir stórt tap í Þýskalandi: ,,Eftir fyrsta markið er þetta one way street“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. september 2023 18:47

Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir skoraði í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið fékk skell í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið mætti Þýskalandi.

Um var að ræða annan leik liðsins í riðlakeppninni en Ísland vann sigur á Wales í fyrsta leik, 1-0.

Þýskaland var of stór biti fyrir stelpurnar okkar í kvöld og höfðu betur sannfærandi 4-0.

Klara Buhl skoraði tvö mörk fyrir þær þýsku sem voru miklu betri aðilinn og áttu sigurinn skilið.

Ísland er með þrjú stig eftir tvo leiki en á eftir að spila við Danmörku sem mætir Wales einmitt í kvöld.

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, ræddi við Rúv eftir leikinn í kvöld og var skiljanlega súr.

,,Já þetta var mjög erfiður leikur í dag, mér fannst við byrja leikinn ágætlega en eftir að þær skora fyrsta markið er þetta one way street og við erum í nauðvörn og náum ekkert að halda í boltann. Við töpuðum gegn betra liði, því miður,“ sagði Glódís.

,,Það mætti segja að frammistaðan gegn Wales hafi verið betri því við vinnum þann leik en að sama skapi er Þýskaland mun betra lið. Það er mikið sem við getum lært af þessum leik.“

Viðtalið við Glódísi má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu