Manchester United er komið áfram í enska deildabikarnum eftir öruggan sigur á Crystal Palace í kvöld.
Man Utd var aldrei í vandræðum með gestaliðið og var mun sterkari aðilinn á Old Trafford.
Alejandro Garnacho, Casemiro og Anthony Martial sáu um að skora mörk liðsins í 3-0 sigri.
Wolves er úr leik eftir ansi slæmt tap en liðið mætti Ipswich sem leikur í næst efstu deild.
Wolves tapaði þessum leik 3-2 og er úr leik en liðið tefldi fram nokkuð sterku byrjunarliði í viðureigninni.
Jóhann Berg Guðmundsson var þá fjarri góðu gamni er Burnley komst áfram eftir flottan 4-0 útisigur á Salford.