Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, var himinlifandi er hann frétti af því að Martin Ödegaard hafði skrifað undir nýjan samning við félagið.
Ödegaard er fyrirliði Arsenal en Norðmaðurinn hefur staðið sig mjög vel síðan hann kom frá Real Madrid árið 2021.
Á föstudag krotaði Ödegaard undir nýjan samning við Arsenal sem gerði marga leikmenn liðsins ánægða og þar á meðal Saka.
,,Hann er gríðarlega mikilvægur, ekki bara sem leikmaður heldur sem leiðtogi. Hann leiðir liðið á öðruvísi hátt sem ég elska og virði,“ sagði Saka.
,,Við vitum öll að hann er með gríðarleg gæði þegar kemur að því að skora og leggja upp mörk og hann er fyrirliði sem við elskum.“