David Raya átti frábæra vörslu í dag er liðið mætti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Um var að ræða fjörugan leik en honum lauk með 2-2 jafntefli og eru bæði lið með 14 stig eftir fyrstu sex leikina.
Raya kom til Arsenal í sumar frá Brentford á láni og átti flottan leik er liðið gerði jafntefli á heimavelli.
Tottenham fékk tækifæri á að jafna metin eftir 37 mínútur en Raya sýndi gæði sín á línunni og varði vel frá Brennan Johnson.