Chelsea er svo sannarlega ekki hætt að skoða leikmenn þrátt fyrir að hafa eytt ótrúlegum upphæðum undanfarna mánuði.
TalkSport greinir nú frá því að Chelsea ætli að fá til sín framherjann Ivan Toney frá Brentford í janúar.
Toney er í banni þessa stundina en hann var dæmdur í átta mánaða bann fyrir veðmálabrot fyrr á þessu ári.
Um er að ræða gríðarlega spennandi sóknarmann en Brentford er reiðubúið að selja fyrir 60 milljónir punda.
Það er upphæð sem Chelsea getur borgað en framlína liðsins hingað til hefur ekki verið sannfærandi á tímabilinu.