Miðjumaðurinn Bruno Guimaraes hefur náð samkomulagi við Newcastle um að skrifa undir nýjan samning.
Frá þessu greinir Fabrizio Romano sem er einn allra virtasti blaðamaður heims og er með frábæra heimildarmenn.
Romano segir að samningurinn sé til ársins 2028 og er Guimaraes með kaupákvæði upp á 100 milljónir punda.
Hann bendir einnig á að Guimaraes sé gríðarlega sáttur með samninginn og að hann elski Newcastle sem félag.
Önnur stórlið sýndu Brasilíumanninum áhuga í sumarglugganum og eitt af þeim var Liverpool.