„Mér líður virkilega vel. Ég gæti eiginlega ekki verið sáttari með staðinn sem ég er á,“ sagði Kolbeinn Birgir Finnsson, leikmaður Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, við 433.is eftir jafntefli gegn Vejle í gærkvöldi.
Leikurinn markaði endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar á knattspyrnuvöllinn, eins og flestir vita.
„Hann lítur vel út, er í góðu standi. Það eru bara forréttindi að fá Gylfa í liðið sitt,“ sagði Kolbeinn um innkomu Gylfa.
„Fólkið er virkilega spennt fyrir þessu og skiljanlega. Þetta er örugglega stærsti leikmaðurinn sem hefur spilað í þessari deild. Skiljanlega eru aðdáendur spenntir.“
Kolbeinn spilaði sína fyrstu keppnisleiki með íslenska landsliðinu fyrr í mánuðinum og heillaði marga.
„Það hjálpar að spila með landsliðinu. Það gefur manni aðeins meira boost hér líka. Það er gott að fá leiki á þessu leveli. Það gefur manni reynslu og maður getur tekið margt með sér. Það er meira undir að spila fyrir sína þjóð og maður vill sína sitt rétta andlit þar og spila vel,“ sagði Kolbeinn að endingu.
Viðtalið í heild er í spilaranum.