fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Utan vallar: Þýðingarmikil endurkoma eins besta Íslendings sögunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 22. september 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Kaupmannahöfn

Í dag er dagurinn sem margir hafa beðið eftir. Gylfi Þór Sigurðsson er í hóp Lyngby sem mætir Vejle í dönsku úrvalsdeildinni.

Um tíma var hreinlega óvissa um það hvort Gylfi myndi stíga aftur á knattspyrnuvöllinn en eftir 852 daga á hliðarlínunni virðist það ætla að rætast.

Gylfi er einn fremsti, ef ekki sá fremsti, knattspyrnumaður sem við Íslendingar höfum átt og endurkoman því þýðingarmikil fyrir marga. Auðvitað vonast allir til að kappinn hafi engu gleymt þrátt fyrir langa fjarveru og að við sjáum Gylfa leika listir sínar eftir langa fjarveru á Lyngby-leikvanignumí kvöld.

Hinn 34 ára gamli Gylfi var auðvitað um árabil okkar besti landsliðsmaður. Hornspyrnur jafnt sem aukaspyrnur urðu að dauðafærum þegar hann var inni á vellinum. Gylfi á að baki 78 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim 25 mörk. Vonir standa auðvitað til um að endurkoma hans á völlinn með Lyngby þýði að 79. landsleikurinn sé í nánd. Gylfa hefur allavega verið sárt saknað undanfarin ár, á sama tíma og íslenska karlalandsliðið hefur dalað allsvakalega.

Allt saman hefst þetta þó hér í Lyngby. Hvað gerist í kjölfarið kemur í ljós.

Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. 433.is er á staðnum og flytur ykkur fregnir frá dönsku höfuðborginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“