Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Kaupmannahöfn
Nú styttist í leik Lyngby og Vejle þar sem Íslendingar vonast eftir að Gylfi Þór Sigurðsson snúi aftur á völlinn eftir langa fjarveru.
Gylfi gekk í raðir Lyngby á dögunum en hann er þó alls ekki eini Íslendingurinn hjá félaginu. Hér eru nefnilega líka Kolbeinn Birgir Finnsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Sævar Atli Magnússon.
Þá er Freyr Alexandersson auðvitað þjálfari liðsins og hefur hann gert frábæra hluti undanfarin ár.
Íslensku áhrifin leyna sér ekki hér á heimavelli Lyngby og þar í kring.
Með fréttinni má sjá svuntu þar sem stendur „Hú!“ og er auðvitað vitnað í Víkingaklappið fræga.