Þáttur þrjú af Besta þættinum er kominn út en að þessu sinni mættust lið ÍBV og Vals í skemmtilegri viðureign þar föst skot gengu milli liðana.
Fyrir hönd ÍBV mættu Guðný Geirsdóttir markmaður ÍBV og sjónvarpskonan Svava Kristín Grétarsdóttir og fyrir hönd Vals voru það Adam Ægir Pálsson og Ída Marín Hermannsdóttir leikmenn Vals.
Það má með sanni segja að Ída Marín hafi tekið yfir þáttinn en hún á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana enda dóttir Rögnu Lóu Stefánsdóttur og Hermanns Hreiðarssonar.
Sjón er sögu ríkari.