fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Utan vallar: Frammistaða Gylfa gefur góð fyrirheit og endurkoma í landsliðið er tímaspursmál

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 22. september 2023 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Þór Sigurðsson skrifar frá Kaupmannahöfn

Gylfi Þór Sigurðsson lék í dag sinn fyrsta knattspyrnuleik í 852 daga. Hann kom þá inn á sem varamaður fyrir Lynbgy þegar um 20 mínútur voru eftir af leik liðsins gegn Vejle í dönsku úrvalsdeildinni og voru viðtökurnar á vellinum hreint ótrúlegar.

Það var ljóst alveg frá byrjun að hæfileikar Gylfa eru svo sannarlega enn til staðar. Til að staðfesta þetta var hann nálægt því að skapa góða stöðu fyrir Lyngby í fyrsta skiptið sem hann fékk boltann í leiknum. Viðbrögð viðstaddra stóðu ekki á sér í kjölfarið.

Eftir það má segja að leikurinn hafi ekki beint spilast upp á styrkleika Gylfa. Síðasti kafli leiksins einkenndist af löngum sendingum þar sem bæði lið freistuðu þess að reyna að finna sigurmark, sem tókst ekki og lauk leiknum 1-1. Gylfi fékk því ekki mörg tækifæri til að leika listir sínar en hann fékk þau aukaspyrnu í góðri fyrirgjafastöðu sem skapaði stórhættu, eins og við Íslendingar þekkjum svo vel.

Á þessum kafla mátti þó sjá að Gylfi er í góðu formi eftir stífar æfingar undanfarnar vikur. Það gefur góð fyrirheit þar sem allir vonast auðvitað eftir að sjá Gylfa í landsliðstreyju Íslands á ný.

Ég held það liggi enginn vafi á því hvort Gylfi muni snúa aftur í íslenska landsliðið. Spurningin er hvenær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“