Andri Lucas Guðjohnsen skoraði eina mark Lyngby í kvöld sem spilaði við Vejle í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni.
Andri hefur spilað vel hingmað til á tímabilinu og er nú búinn að skora þrjú mörk fyrir Frey Alexandersson og félaga.
Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru einnig í byrjunarliði Lyngby sem fékk svo á sig mark í 1-1 jafntefli.
Stóru fréttirnar eru þó þær að Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn fyrsta leik í um tvö ár er hann kom inná sem varamaður.
Gylfi kom við sögu á 71. mínútu og samkvæmt miðlum erlendis átti hann fínustu innkomu.